Reglur um endursöluverð

Nánari reglur um útreikning kostnaðarverðs sbr. 12. gr. samþykkta Byggingarsamv.félagsins Samtaka aldraðra, sem samþykktar voru hinn 20. apríl 2022 sbr. lög nr. 153/1998 um byggingarsamvinnufélög.

Matsmaður á vegum Samtaka aldraðra bsvf framreiknar upphaflegt kostnaðarverð eignar (stofnkostnað) að viðbættri verðhækkun/lækkun samkvæmt vísitölu byggingarkostnaðar á hverjum tíma. Matsmaður meti viðskeytingu og endurbætur áhverri íbúð. Hann meti og ástand hverrar íbúðar, ýmist til lækkunar eða hækkunar skv. 12. gr. samþykkta félagsins. Við framreikning á stofnverði íbúðar er notuð byggingarvísitala Hagstofu Íslands.

Mat hverrar íbúðar fer eftir 12. gr. samþykkta félagsins, sem ereftirfarandi:

„Söluverð íbúðar má aldrei vera hærra en kostnaðarverð hennar að teknu tilliti til vísitölu byggingarkosntaðar og með hliðsjón af viðskeytingu, lagfæringu og ástands hennar samkæmt mati matsmanns félagsins eða dómkvadds matsmanns/matsmanna, hversu oft sem eigendaskipti verða. Stjórn félagsins setur nánari reglur um útreikning kostnaðarverðs íbúðar“.

  • 1.Eftirfarandi liðir hafa áhrif ámats- og endursöluverð íbúðar:

a.Öll málning innan íbúðar, þ.e. veggir, loft, sýnilegar lagnir og gluggar.

b.Viðhald á innréttingum.

  • c.Hurðir, húnar, skrár, læsingar og lamir.
  • d.Viðhald gólfefna. Slípun og lakk á parketi, bón á dúkum, endurnýjun á skemmdu gólfefni ofl.
  • e.Hreinsitæki s.s. salernisskál m. kassa, salernissetu og handlaug.
  • f.Öll blöndunartæki, klósettrúlluhaldara, snaga og gólfvatnslás í sturtu/baði.
  • g.Lögbundin ljós, í geymslum, baðherbergi og eldhúsi.
  • h.Viðhald raflagna og ástand á rafmagnstækjum s.s. eldavél, helluborði, bakarofni og gufugleypi.
  • i.Slökkvitæki, reykskynjarar og dyrasími í íbúð.
  • j. Hitastýrðir ofnkranar, stillité ofl.
  • k.Gluggajárn, stormjárn, svalahurðabúnaður.
  • l.Ástand öryggisglers og einangrunarglers í gluggum, sem er séreign íbúðar.

Önnur atriði til hliðsjónar við úttekt íbúðar:

  • 2.Um ástand íbúðar: Meginreglan er sú að íbúðareigandi tekur við íbúð sinni í góðu ástandi og skilar henni í sambærilegu ástandi, sem er eftirfarandi:
  • Íbúð er óaðfinnanlega nýmáluð. Raflögn, rafmagnstæki, salerni, sturtubotn, baðkar, blöndunartæki eru góðu í lagi og hrein, engin leki og virkni fullkomin. Hitakerfi íbúðar sé í góðu lagi. Ofnar og stýrikerfi hafi fengið eðlilegt viðhald. Hitastýrðir ofnakranar eru skoðaðir sérstaklega. Íbúðareiganda ber ætíð að sjá um og greiða kostnað af viðhaldi á íbúð sinni. Mikilvægt að kallað hafi verið til fagmaður ef leki hefur komið upp eða annað tjón, sem valdið hefur skaða.
  • 3.Lóð tilheyrir sameign: Til lóðar telst m.a. allur gróður, göngustígar, leiktæki, ljósastaurar, girðingar, sorptunnur, sorpskýli ofl.
  • 4.Bílaplan og bílageymsla tilheyrir sameign: Burðarvirki, þakefni, merking, þrif, málun, allar hurðir m. búnaði, vatnsúðakerfi, loftræstikerfi, hitakerfi, slökkvtæki, leiðbeiningarmerki, almenn lýsing m. lömpum og perum.
  • 5.Sameign:Öll sameign innandyra, gangar, þvottahús, hjólageymslur, félagsaðstaða, gólfefni, lyftur, lyftuhús, dyrasími (móðurstöð), loftnets- og sjónvarpsbúnaður, vatnsúðakerfi, slökkvitæki, leiðbeiningarmerki, allar sameignarhurðir m. skrám og pumpum, almenn lýsing m. lömpum og perum.
  • 6.Viðhald á allri sameign hússins er á ábyrgð húsfélags. Ýmis atiriði geta haft áhrif á sölumöguleika íbúðar, sbr. neðangreint.
  • a.Viðhald og endurnýjun á þaki ásamt rennum og niðurföllum.
  • b.Viðhald og endurnýjun á útveggjum, þ.e. málun, sprunguviðgerðir og álklæðning.
  • c.Viðhald og endurnýjun útihurða.
  • d.Viðhald á lagnakerfi, neysluvatns- frárennslis- og hitakerfi, sorprennu og raflagnir.
  • e.Viðhald á lóð.
  • f.Staða hússjóðs og framkvæmdasjóðs fyrir íbúð og sameignina.

Verði uppi ágreiningur milli seljanda íbúðar og félagsins um matsverð íbúðar, er heimilt skv. 12. gr. samþykkta félagsins að óska eftir dómkvöddu mati og skulu þá framangreindar matsreglur lagðar til grundvallar mati hverrar íbúðar.Reglur þessar voru endurskoðaðar á stjórnarfundi félagsins og samþykktar einróma hinn 26. sept. 2022..

Reykjavík 26. september 2022.

Stjórnin