Lög um málefni aldraðra

Ferill málsins á Alþingi. Frumvarp til laga.

Tóku gildi 11. janúar 2000. Breytt með (tóku gildi 1. jan. 2001), (tóku gildi 13. júní 2001), (tóku gildi 30. nóv. 2001; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 2. gr.), (tóku gildi 17. maí 2002; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 36. gr.), (tóku gildi 31. maí 2002), (tóku gildi 30. des. 2002), (tóku gildi 30. des. 2003), (tóku gildi 26. maí 2004), (tóku gildi 30. des. 2004; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 2. gr.), (tóku gildi 31. des. 2005), (tóku gildi 30. des. 2005; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 2. gr.), (tóku gildi 30. des. 2006; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 2. gr.), (tóku gildi 1. jan. 2007), (tóku gildi 1. jan. 2008), (tóku gildi 30. mars 2007), (tóku gildi 1. sept. 2007), (tóku gildi 1. júlí 2007), (tóku gildi 29. des. 2007; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 2. gr.) og (tóku gildi 1. jan. 2008).


I. kafli. Markmið og skilgreiningar.
Markmið.
1. gr. Markmið þessara laga er að aldraðir eigi völ á þeirri heilbrigðis- og félagslegu þjónustu sem þeir þurfa á að halda og að hún sé veitt á því þjónustustigi sem er eðlilegast miðað við þörf og ástand hins aldraða.
Einnig er markmið laganna að aldraðir geti, eins lengi og unnt er, búið við eðlilegt heimilislíf en að jafnframt sé tryggð nauðsynleg stofnanaþjónusta þegar hennar er þörf.
Við framkvæmd laganna skal þess gætt að aldraðir njóti jafnréttis á við aðra þjóðfélagsþegna og að sjálfsákvörðunarréttur þeirra sé virtur.
Skilgreiningar.
2. gr. Í lögum þessum er merking eftirfarandi hugtaka sem hér segir:
1. Aldraður: Sá sem náð hefur 67 ára aldri.
[2. Vistmaður: Sá sem dvelur á stofnun skv. 1. tölul. 1. mgr. 14. gr. og sá sem dvelur lengur en sex mánuði undanfarandi tólf mánuði á stofnun skv. 2. tölul. 1. mgr. 14. gr. eða í hjúkrunarrými stofnunar sem er á föstum fjárlögum.]1)
[3. ]1)Öldrunarmál: Þau mál sem varða aldraða og eru undir yfirstjórn [félags-]2) og tryggingamálaráðherra. Til þeirra teljast þeir [þjónustuþættir, aðrir en heilbrigðisþjónusta],2) sem aldraðir eiga rétt á samkvæmt lögum þessum og Framkvæmdasjóður aldraðra.
[4. ]1)Vistunarmat aldraðra: Faglegt, einstaklingsbundið mat á þörf fyrir vistun á stofnun.
[5. ]1)Starfssvæði þjónustuhóps aldraðra: Umdæmi heilsugæslustöðva …3) samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu.
[6. ]1)Vistmannaráð: Kjörnir fulltrúar íbúa stofnunar mynda vistmannaráð.
1)L. 74/2002, 26. gr. 2)L. 160/2007, 19. gr. 3)L. 93/2002, 23. gr.

II. kafli. Stjórn öldrunarmála og skipulag öldrunarþjónustu.
Yfirstjórn.
3. gr. [Félags- og tryggingamálaráðherra fer með yfirstjórn öldrunarmála samkvæmt lögum þessum. Heilbrigðisráðherra fer með yfirstjórn heilbrigðisþjónustu við aldraða.]1)
[Félags- og tryggingamálaráðuneytið skal annast stefnumótun og áætlanagerð í öldrunarmálum fyrir landið í heild.]1) Jafnframt skal ráðuneytið beita sér fyrir almennri umræðu og kynningu á stöðu og valkostum aldraðra.
1)L. 160/2007, 20. gr.
Samstarfsnefnd um málefni aldraðra.
4. gr. [[Félags- og tryggingamálaráðherra skipar fimm manna samstarfsnefnd um málefni aldraðra. Skal einn nefndarmaður tilnefndur af heilbrigðisráðherra, einn af Landssambandi eldri borgara, einn af Öldrunarráði Íslands, einn af Sambandi íslenskra sveitarfélaga og einn skipaður án tilnefningar og skal hann vera formaður.]1) Ráðherra skipar formann úr hópi nefndarmanna. Varamenn skulu skipaðir á sama hátt og aðalmenn. Samstarfsnefndin skal hafa sérstakan ritara og skal kostnaður við störf nefndarinnar greiddur úr Framkvæmdasjóði aldraðra.]2)
1)L. 160/2007, 21. gr. 2)L. 38/2004, 1. gr.
5. gr. Samstarfsnefnd um málefni aldraðra skal hafa eftirtalin verkefni:
1. Að vera [félags-]1) og tryggingamálaráðherra og ríkisstjórn til ráðuneytis um málefni aldraðra.
2. Að vera tengiliður milli ráðuneyta, stofnana og samtaka sem starfa að málefnum aldraðra.
3. Að stjórna Framkvæmdasjóði aldraðra og gera tillögur til ráðherra um úthlutun úr sjóðnum, sbr. 9. og 11. gr.
1)L. 160/2007, 22. gr.
Þjónustuhópur aldraðra.
6. gr. Í hverju heilsugæsluumdæmi, sbr. lög um heilbrigðisþjónustu, skal starfa þjónustuhópur aldraðra. Sveitarfélög geta sameinast um þjónustuhóp aldraðra sé það talið hagkvæmt.
Kostnaður af starfi þjónustuhóps aldraðra greiðist af sveitarfélögum á starfssvæði hans í hlutfalli við fjölda íbúa í hverju sveitarfélaganna.
7. gr. [Sveitarstjórnir í heilsugæsluumdæmi, sbr. lög um heilbrigðisþjónustu, skipa fimm fulltrúa í þjónustuhóp aldraðra að loknum sveitarstjórnarkosningum. [Yfirlæknir heilsugæslu tilnefnir lækni með sérmenntun á sviði öldrunar- eða heimilislækninga og hjúkrunarforstjóri heilsugæslu tilnefnir hjúkrunarfræðing með þekkingu á öldrunarþjónustu.]1) Sveitarstjórnir skipa án tilnefningar tvo fulltrúa sem hafa þekkingu á félagslegri þjónustu við aldraða. Skal annar þeirra vera félagsráðgjafi eða hafa hliðstæða menntun. Samtök eldri borgara á svæðinu tilnefna einn fulltrúa úr sínum röðum …2)]3)
Sveitarstjórnir velja þjónustuhópnum formann úr hópi nefndarmanna.
1)L. 93/2002, 24. gr. 2)L. 29/2007, 1. gr. 3)L. 67/2001, 1. gr.
8. gr. Þjónustuhópur aldraðra skal hafa eftirtalin verkefni á starfssvæði sínu:
1. Að fylgjast með heilsufari og félagslegri velferð aldraðra og samhæfa þjónustu.
2. Að gera tillögur til sveitarstjórna um öldrunarþjónustu.
3. Að leitast við að tryggja að aldraðir fái þá þjónustu sem þeir þarfnast og kynna öldruðum þá kosti sem í boði eru.
4. …1)
Þjónustuhópurinn skal í störfum sínum hafa að leiðarljósi markmið laganna, sbr. 1. gr.
1)L. 29/2007, 2. gr.

III. kafli. Framkvæmdasjóður aldraðra.
9. gr. Framkvæmdasjóður aldraðra skal stuðla að uppbyggingu og efla öldrunarþjónustu um land allt.
[Fjármagni úr Framkvæmdasjóði aldraðra skal varið til:
1. Byggingar þjónustumiðstöðva og dagvista, sbr. 2. og 3. tölul. 13. gr., og byggingar stofnana fyrir aldraða, sbr. 14. gr., en þó ekki til byggingar íbúða í eigu einstaklinga, félagasamtaka og sveitarfélaga.
2. Að mæta kostnaði við nauðsynlegar breytingar og endurbætur á húsnæði sem notað er til þjónustu fyrir aldraða, sbr. 2. og 3. tölul. 13. gr. og 14. gr., að frátöldum íbúðum í eigu einstaklinga, félagasamtaka og sveitarfélaga.
3. Viðhalds húsnæðis dagvistar-, dvalar- og hjúkrunarheimila.
4. …1)
5. Annarra verkefna sem stuðla að uppbyggingu öldrunarþjónustu.
Þá er Framkvæmdasjóði aldraðra heimilt að greiða þann hluta húsaleigu sem telst stofnkostnaður vegna leigu á hjúkrunarheimili fyrir aldraða sem samþykkt hefur verið að byggja eftir 1. janúar 2005 á kostnað annarra aðila en ríkisins, að undangengnu útboði. Skilyrði fyrir greiðslu húsaleigu er að ekki hafi verið veittur styrkur úr Framkvæmdasjóði aldraðra skv. 2. mgr. eða annar styrkur frá ríkinu til að byggja hjúkrunarheimilið. Húsaleiga sem greidd er með þessum hætti telst ígildi stofnkostnaðar. Heimilt er að gera undanþágu frá útboði skv. 1. málsl. þegar sérstaklega stendur á og talið er að útboð muni ekki leiða til lægri húsaleigukostnaðar fyrir ríki og sveitarfélög.
Þegar ríki og sveitarfélög standa saman að uppbyggingu hjúkrunarheimila skal þátttaka sveitarfélaga ekki vera minni en sem nemur 15% af stofnkostnaði og skal eignarhlutur vera í sömu hlutföllum og skipting stofnkostnaðar. Þátttaka sveitarfélaga í greiðslu leigu fyrir hjúkrunarheimili skv. 3. mgr. skal ekki vera minni en sem nemur 15% af leigunni. Taki sveitarfélag þátt í stofnkostnaði eða greiðslu leigu vegna byggingar annarra hjúkrunarheimila skal samþykki þess fyrir greiðsluþátttöku liggja fyrir áður en framkvæmda- og rekstrarleyfi er gefið út. Framlag úr Framkvæmdasjóði aldraðra telst ríkisframlag.
Framlög skv. 2. mgr. og húsaleiga skv. 3. mgr. eru ekki veitt nema [ráðherra]2) hafi veitt framkvæmda- og rekstrarleyfi skv. 16. gr. Umsóknir um framlög úr Framkvæmdasjóði aldraðra skulu vera á sérstökum eyðublöðum sem útbúin eru af [félags-]2) og tryggingamálaráðuneytinu. Eyðublöðunum skulu fylgja sérstök skilmálablöð.]3)
Um framkvæmdir skv. 2. mgr. fer, eftir því sem við á, samkvæmt lögum um skipan opinberra framkvæmda.
1)L. 166/2006, 14. gr. 2)L. 160/2007, 23. gr. 3)L. 38/2004, 2. gr.
10. gr. [Framkvæmdasjóður aldraðra fær tekjur af sérstöku gjaldi sem skattstjórar leggja á þá sem skattskyldir eru skv. 1. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt. Gjaldið skal nema [7.103]1) kr. á hvern gjaldanda og kemur til endurskoðunar við afgreiðslu fjárlaga ár hvert.
Undanþegin gjaldinu eru börn innan 16 ára aldurs og þeir sem eru 70 ára og eldri í lok tekjuárs. Einnig eru undanþegnir gjaldinu einstaklingar sem hafa tekjuskattsstofn skv. 1. og 3. tölul. 61. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, samtals lægri en 1.080.067 kr. á tekjuárinu 2007. Þegar um hjón eða samskattað fólk er að ræða skal þó skipta sameiginlegum fjármagnstekjum skv. 3. mgr. 66. gr. laga nr. 90/2003 jafnt á milli þeirra þegar tekjuviðmiðun þessi er fundin. Tekjuviðmiðun þessi skal breytast árlega í samræmi við þær breytingar sem verða á persónuafslætti skv. A-lið 67. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, og innheimtuhlutfalli viðkomandi staðgreiðsluárs samkvæmt ákvæðum 1. mgr. 9. gr. laga nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda. Skattstjóri skal fella gjald þetta niður af öldruðum og öryrkjum, undir 70 ára aldri, sem dveljast á dvalar- og hjúkrunarheimilum.]2)
Við álagningu og innheimtu gjalds þessa skulu gilda sömu reglur og um álagningu og innheimtu tekjuskatts samkvæmt [lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt],3) eftir því sem við á. Í stað tíu gjalddaga skal þó gjalddagi vera einn, 1. ágúst ár hvert. Dragist framlagning álagningarskrár fram yfir 1. ágúst færist gjalddagi til 1. dags næsta mánaðar eftir framlagningu álagningarskrár.
Tekjur Framkvæmdasjóðs aldraðra skulu einnig vera frjáls framlög, aðrar tekjur er til kunna að falla og vaxtatekjur.
Í miðmánuði hvers ársfjórðungs skal fjármálaráðuneytið skila Framkvæmdasjóði aldraðra fjórðungi tekna sjóðsins á því ári.
1)L. 140/2007, 1. gr. 2)L. 32/2007, 1. gr. Ákvæðið kemur til framkvæmda við álagningu opinberra gjalda á árinu 2008 vegna tekna ársins 2007 skv. 2. gr. s.l. 3)L. 129/2004, 136. gr.
11. gr. Framkvæmdasjóður aldraðra skal vera í vörslu [[félags-]1) og tryggingamálaráðuneytisins].2) Samstarfsnefnd um málefni aldraðra annast stjórn sjóðsins, sbr. 3. tölul. 5. gr. Þegar nefndin fjallar um málefni Framkvæmdasjóðs aldraðra skal fulltrúi tilnefndur af fjárlaganefnd Alþingis taka sæti í henni.
Samstarfsnefnd um málefni aldraðra gerir árlega tillögur til [félags-]1) og tryggingamálaráðherra um úthlutun.
1)L. 160/2007, 24. gr. 2)L. 166/2006, 15. gr.
12. gr. [Félags-]1) og tryggingamálaráðherra setur með reglugerð2) nánari ákvæði um Framkvæmdasjóð aldraðra og setur honum jafnframt starfsreglur.
1)L. 160/2007. 2)Rg. 1033/2004, 25. gr.

IV. kafli. Öldrunarþjónusta.
Opin öldrunarþjónusta.
13. gr. Til opinnar öldrunarþjónustu samkvæmt lögum þessum telst:
1. Heimaþjónusta veitt öldruðum sem búa heima. Þjónustan skal miðast við einstaklingsbundið mat á þjónustuþörf og byggjast á hjálp til sjálfshjálpar. Þjónustan er tvíþætt. Annars vegar er heilbrigðisþáttur heimaþjónustu …,1) sbr. lög um heilbrigðisþjónustu. Hins vegar er félagslegur þáttur heimaþjónustu viðkomandi sveitarfélaga eða aðila sem sveitarfélög semja við, sbr. lög um félagsþjónustu sveitarfélaga. Veita skal heimaþjónustu um kvöld, nætur og helgar þegar þess er þörf. Leitast skal við að skipuleggja og samhæfa heilbrigðis- og félagslega þætti heimaþjónustunnar með velferð og þarfir hins aldraða að leiðarljósi.
2. Þjónustumiðstöðvar aldraðra sem eru starfræktar af sveitarfélögum til að tryggja eldri borgurum félagsskap, næringu, hreyfingu, tómstundaiðju, skemmtun og heilsufarslegt eftirlit. Þjónustumiðstöðvar geta starfað sjálfstætt eða í tengslum við aðra þjónustu sem aldraðir njóta.
3. Dagvist aldraðra sem er stuðningsúrræði við þá sem að staðaldri þurfa eftirlit og umsjá til að geta búið áfram heima. Í dagvist aldraðra skal veitt hjúkrunarþjónusta og vera aðstaða til þjálfunar og læknisþjónustu. Boðið skal upp á flutningsþjónustu að og frá heimili einstaklingsins, mat á heilsufari, þjálfun, tómstundaiðju, félagslegan stuðning, fræðslu, ráðgjöf og aðstoð við athafnir daglegs lífs. Um framkvæmda- og rekstrarleyfi fyrir dagvist aldraðra fer [skv. 16. gr.]2)
4. Þjónustuíbúðir aldraðra sem geta verið sjálfseignar-, leigu- og búseturéttaríbúðir. Áður en bygging þjónustuíbúða fyrir aldraða hefst ber að afla framkvæmdaleyfis hjá [ráðherra],1) sbr. 16. gr. Í þjónustuíbúð fyrir aldraða skal vera öryggiskerfi og völ á fjölbreyttri þjónustu, svo sem mat, þvotti og þrifum, og aðgangur að félagsstarfi. Um greiðslu fyrir veitta þjónustu fer skv. 20. gr. Íbúar þjónustuíbúða skulu eiga rétt á sömu heima- og vaktþjónustu og aðrir íbúar sveitarfélagsins.
1)L. 160/2007, 26. gr. 2)L. 38/2004, 3. gr.
Stofnanir fyrir aldraða.
14. gr. Stofnanir fyrir aldraða samkvæmt lögum þessum eru:
1. Dvalarheimili, sambýli og íbúðir, sérhannað fyrir þarfir aldraðra sem ekki eru færir um að annast heimilishald þrátt fyrir heimaþjónustu. Á stofnunum þessum skal vera varsla allan sólarhringinn, öryggiskerfi í hverri íbúð og völ á fjölbreyttri þjónustu, svo sem mat, þvotti, þrifum og félags- og tómstundastarfi. Aðstaða skal vera fyrir hjúkrun, læknishjálp og endurhæfingu. Þjónusta skal byggð á einstaklingsbundnu mati á þörfum hins aldraða og skal byggjast á hjálp til sjálfshjálpar.
2. Hjúkrunarheimili eða hjúkrunarrými á öldrunarstofnunum ætluð öldruðum einstaklingum sem eru of lasburða til að dveljast á dvalarheimilum, sambýlum eða í sérhönnuðum íbúðum, sbr. 1. tölul. Þar skal veitt hjúkrunar- og læknisþjónusta og vera endurhæfing. Sérstök aðstaða skal vera fyrir aldraða með heilabilunareinkenni. Þjónusta skal byggð á einstaklingsbundnu mati á heilsufarslegum og félagslegum þörfum hins aldraða. Möguleiki skal vera á að einstaklingar geti komið þar til skammtímavistunar, sé þess þörf. Við hönnun skal þess sérstaklega gætt að stofnunin sé heimilisleg og að sem flestir íbúar hafi eigið herbergi.
Um framkvæmda- og rekstrarleyfi fyrir stofnanir skv. 1. og 2. tölul. 1. mgr. fer [skv. 16. gr.]1)
[Þrátt fyrir ákvæði 2. tölul. 1. mgr. er heimilt að vista einstaklinga sem eru yngri en 67 ára á hjúkrunarheimilum og í hjúkrunarrýmum öldrunarstofnana enda hafi þeir verið metnir í þörf fyrir vistun skv. 15. gr.]2)
1)L. 38/2004, 3. gr. 2)L. 40/2007, 39. gr.
Vistunarmat.
15. gr. Stjórn dagvistar, sbr. 3. tölul. 13. gr., tekur ákvörðun um dagvistun og ásamt stjórn stofnunar fyrir aldraða, sbr. 14. gr., um vistun fólks á viðkomandi stofnun enda hafi öðrum skilyrðum þessarar greinar verið fullnægt.
[Engan má vista til langdvalar á stofnun fyrir aldraða skv. 2. tölul. 1. mgr. 14. gr. nema að undangengnu mati á vistunarþörf. Heilbrigðisráðherra skipar þriggja manna nefndir til að meta vistunarþörf. Nefndirnar skulu skipaðar lækni með sérmenntun á sviði öldrunar- eða heimilislækninga, hjúkrunarfræðingi með þekkingu á öldrunarþjónustu og félagsráðgjafa með þekkingu á félagslegri þjónustu við aldraða sem tilnefndur er af félags- og tryggingamálaráðherra. Skipa skal þrjá varamenn sem uppfylla sömu menntunarskilyrði og aðalmenn. Nánar skal kveðið á um vistunarmat, fjölda nefnda og starfssvæði þeirra í reglugerð1) heilbrigðisráðherra.]2)
Hafi aldraður einstaklingur verið lengur en sex vikur á sjúkrahúsi án sérstakrar meðferðar skal meta þörf einstaklingsins fyrir vistun á öldrunarstofnun eða fyrir önnur úrræði.
[Félags- og tryggingamálaráðherra er heimilt í reglugerð að kveða á um mat á þjónustuþörf og framkvæmd þess vegna annarra stofnana fyrir aldraða en þeirra sem tilgreindar eru í 2. tölul. 1. mgr. 14. gr.]2)
1)Rg. 1262/2007. 2)L. 160/2007, 27. gr.
[Framkvæmda- og rekstrarleyfi.]1)
1)L. 38/2004, 4. gr.
16. gr. [[Áður en framkvæmdir hefjast við dagvist fyrir aldraða skv. 3. tölul. 13. gr. eða stofnun fyrir aldraða skv. 14. gr. skal afla framkvæmda- og rekstrarleyfis félags- og tryggingamálaráðherra.]1) [Þegar um er að ræða stofnun fyrir aldraða skv. 2. tölul. 1. mgr. 14. gr. skal liggja fyrir leyfi heilbrigðisráðherra til reksturs heilbrigðisþjónustu á slíkum stofnunum, sbr. lög um heilbrigðisþjónustu, áður en framkvæmdaleyfi er gefið út.]1) Skulu umsóknir um framkvæmda- og rekstrarleyfi vera á sérstökum eyðublöðum …1) Eyðublöðunum skulu fylgja sérstök skilmálablöð.]2)
Áður en bygging þjónustuíbúða fyrir aldraða hefst skv. 4. tölul. 13. gr. ber að afla framkvæmdaleyfis hjá [félags-]1) og tryggingamálaráðherra. Sama á við um eldra húsnæði sem tekið er til slíkra nota. Gildir þetta jafnt um framkvæmdir á vegum sveitarfélaga og á frjálsum markaði. Enn fremur skal afla samþykkis [félags-]1) og tryggingamálaráðuneytisins á teikningum áður en framkvæmdir hefjast og skýra ráðuneytinu frá því hver muni bera ábyrgð á rekstri sameignar og sameiginlegrar þjónustu í húsnæðinu.
[Beiðni um framkvæmda- og rekstrarleyfi, sbr. 1. mgr., fyrir dagvist eða stofnun fyrir aldraða skal fylgja umsögn og þarfagreining þjónustuhóps aldraðra á því starfssvæði þar sem stofnunin mun verða. Enn fremur skulu fylgja upplýsingar um verksvið stofnunar og staðsetningu, svo og uppdrættir af byggingum, lóð og umhverfi og afstöðu til nágrennis ásamt lýsingu á húsakynnum. Þá skal fylgja greinargerð um fjármögnun, eigendur og fjárhag þeirra og skýrsla um starfsáætlun, stjórn, starfsfólk, rekstrarfyrirkomulag og hve mörgum vistmönnum stofnuninni er ætlað að sinna.]2)
[Beiðni um framkvæmda- og rekstrarleyfi vegna meiri háttar breytinga á húsakynnum og starfsemi stofnunar fyrir aldraða skulu fylgja upplýsingar um staðsetningu, uppdrættir af byggingum, lóð og umhverfi og um afstöðu til nágrennis ásamt lýsingu á húsakynnum. Enn fremur skulu fylgja upplýsingar um það hvort breytingarnar hafi áhrif á umfang starfseminnar og hvort þær leiði til fjölgunar eða fækkunar vistmanna. Þá skulu fylgja upplýsingar um fjármögnun breytinganna.]2)
[Ráðherra veitir framkvæmda- og rekstrarleyfi ef stofnunin fullnægir heilbrigðiskröfum og ákvæðum þessara laga og ætla má að hún geti leyst verkefni sín á viðunandi hátt, sbr. og lög um heilbrigðisþjónustu.]2)
1)L. 160/2007, 28. gr. 2)L. 38/2004, 4. gr.
17. gr.1)
1)L. 38/2004, 5. gr.
Stjórn stofnana.
18. gr. Eigendur stofnana fyrir aldraða, sbr. 14. gr., skipa stjórn stofnunarinnar.
Sé stofnunin í beinum starfstengslum við sjúkrahús gilda um stjórn stofnunar ákvæði laga um heilbrigðisþjónustu.
Starfsmannaráð tilnefnir einn mann af sinni hálfu til setu á fundum stjórnar stofnunar fyrir aldraða með málfrelsi og tillögurétti. Sama gildir um vistmannaráð.

V. kafli. Kostnaður við öldrunarþjónustu.
[Dagvist.]1)
1)L. 74/2002, 27. gr.
19. gr. Þeir sem þjónustu dagvistar njóta skulu taka þátt í kostnaði af dagvistinni að hámarki sem nemur óskertum grunnlífeyri einstaklings samkvæmt almannatryggingalögum. Að öðru leyti greiðist kostnaður vegna dagvistar af Tryggingastofnun ríkisins.
[Önnur þjónusta en heimaþjónusta.]1)
1)L. 74/2002, 28. gr.
20. gr. Íbúar í þjónustuíbúðum, sbr. 4. tölul. 13. gr., greiða sjálfir þá þjónustu sem þar er veitt, aðra en heimaþjónustu, sbr. 24. gr., samkvæmt ákvörðun rekstraraðila.
[Daggjaldastofnanir.]1)
1)L. 74/2002, 29. gr.
21. gr. [Lífeyrir samkvæmt lögum um almannatryggingar og bætur honum tengdar til vistmanna sem eru á dvalarheimilum sem ekki eru á föstum fjárlögum, sbr. 1. tölul. 1. mgr. 14. gr., fellur niður frá fyrsta degi næsta mánaðar eftir upphaf dvalar. Hafi vistmaður engar tekjur, sbr. 26. gr., skal Tryggingastofnun ríkisins greiða dvalarheimilinu vistunarframlag skv. [6. mgr. 48. gr. laga nr. 100/2007, um almannatryggingar],1) til greiðslu dvalarkostnaðar hans á stofnuninni. Vistunarframlagið skal nema fjárhæð lífeyris vistmanns og bótum tengdum honum og því sem á vantar dvalarkostnað eins og hann er ákveðinn af [ráðherra skv. 6. mgr. 48. gr. laga um almannatryggingar],1) sbr. þó 22. gr.
Lífeyrir frá lífeyristryggingum almannatrygginga og bætur honum tengdar til vistmanns sem dvelur á stofnun, sbr. 2. tölul. 1. mgr. 14. gr., sem ekki er á föstum fjárlögum, fellur niður, sbr. [48. gr. laga nr. 100/2007, um almannatryggingar].1) Um þátttöku í greiðslu dvalarkostnaðar fer skv. 22. gr.
Með dvalarkostnaði á stofnun fyrir aldraða skv. 1. mgr. er átt við daggjald eins og það er ákveðið af [ráðherra hverju sinni, sbr. 6. mgr. 48. gr. laga nr. 100/2007, um almannatryggingar].1)]2)
1)L. 160/2007, 29. gr. 2)L. 74/2002, 29. gr.
[Þátttaka vistmanns í greiðslu dvalarkostnaðar og framkvæmd tekjuútreiknings.]1)
1)L. 74/2002, 29. gr.
22. gr. [Vistmaður, sem hefur tekjur, sbr. 26. gr., umfram 34.659 kr. á mánuði skal taka þátt í greiðslu dvalarkostnaðar á stofnun fyrir aldraða. Þó skal greiðsluþátttaka hans aldrei nema hærri fjárhæð en sem nemur daggjöldum á stofnun eins og þau eru ákveðin af [ráðherra, sbr. 6. mgr. 48. gr. laga nr. 100/2007, um almannatryggingar],1) og 3. mgr. 23. gr. laga þessara.
Eftirfarandi gildir um greiðslu vistmanns á dvalarkostnaði á dvalarheimili og hjúkrunarheimili eða hjúkrunarrými öldrunarstofnunar sem ekki er á föstum fjárlögum og hjúkrunarrými sem er á föstum fjárlögum þegar vistmaður greiðir dvalarkostnað með tekjum sínum að hluta eða öllu leyti:
1. Nú hefur vistmaður tekjur, sbr. 26. gr., sem eru hærri en 34.659 kr. á mánuði og skal hann þá með þeim tekjum sem umfram eru taka þátt í dvalarkostnaði, sbr. 1. mgr., frá þeim tíma sem greiðslur bóta frá Tryggingastofnun ríkisins falla niður.
2. Ef tekjur vistmanns á dvalarheimili skv. 1. tölul. 1. mgr. 14. gr. ná ekki 34.659 kr. á mánuði greiðir Tryggingastofnun ríkisins dvalarkostnað hans með vistunarframlagi, sbr. 1. mgr. 21. gr.
3. [Nú á vistmaður maka og fer þá um skiptingu tekna vistmanns og makans skv. 26. gr.]2) Séu tekjurnar eftir skiptinguna hærri en 34.659 kr. á mánuði skal hann standa straum af dvalarkostnaði, sbr. 1. mgr., með þeim tekjum sem umfram eru.]3)
1)L. 160/2007, 30. gr. 2)L. 166/2006, 16. gr. 3)L. 74/2002, 29. gr.
[Innheimta dvalarkostnaðar.]1)
1)L. 74/2002, 29. gr.
23. gr. [Daggjaldastofnun skv. 1. og 2. tölul. 1. mgr. 14. gr. skal innheimta hjá vistmanni sjálfum í byrjun hvers mánaðar daglegan hlut hans í dvalarkostnaði nýliðins mánaðar þegar hann tekur þátt í greiðslu dvalarkostnaðar skv. 22. gr. Þess skal ætíð gætt að vistmaður haldi eftir mánaðarlegu ráðstöfunarfé skv. 22. gr. Stofnun skal gera Tryggingastofnun ríkisins grein fyrir innheimtu vegna nýliðins mánaðar fyrir 15. dag næsta mánaðar. Nú vanrækir stofnun þessa innheimtu og er Tryggingastofnun þá heimilt að halda eftir samsvarandi hluta af mánaðarlegum greiðslum vistunarframlags til viðkomandi stofnunar.
Stofnun sem er á föstum fjárlögum skal innheimta hjá vistmanni sjálfum í byrjun hvers mánaðar hlut hans í dvalarkostnaði, sbr. 3. mgr., nýliðins mánaðar þegar hann tekur þátt í greiðslu dvalarkostnaðar skv. 22. gr. Tekjur þessar skulu færast í bókhald stofnunar sem sértekjur. Fjármálaráðuneyti er heimilt samkvæmt upplýsingum frá [félags-]1) og tryggingamálaráðuneyti að halda eftir af beinum fjárframlögum samkvæmt fjárlögum upphæð sem svarar til þessara sértekna.
[Félags-]1) og tryggingamálaráðherra skal ákveða hámark greiðsluþátttöku vistmanns í dvalarkostnaði á stofnun sem er á föstum fjárlögum. Við ákvörðun skal höfð hliðsjón af ákvörðun daggjalda eins og þau eru ákveðin skv. [6. mgr. 48. gr. laga nr. 100/2007, um almannatryggingar].1)]2)
1)L. 160/2007, 31. gr. 2)L. 74/2002, 29. gr.
[Vasapeningar.]1)
1)L. 74/2002, 29. gr.
[24. gr. Tryggingastofnun ríkisins er heimilt að greiða vistmanni á stofnun fyrir aldraða vasapeninga skv. [48. gr. laga nr. 100/2007, um almannatryggingar].1)]2)
1)L. 160/2007, 32. gr. 2)L. 74/2002, 29. gr.
[25. gr.]1) Kostnaður af rekstri heimaþjónustu skiptist þannig að sveitarfélög bera kostnað af félagslegum þætti hennar en ríkissjóður af heilbrigðisþættinum.
Sveitarstjórnir geta ákveðið greiðsluþátttöku einstaklinga í þeirri heimaþjónustu sem þær veita, sbr. lög um félagsþjónustu sveitarfélaga.
Undanþegnir gjaldskyldu vegna heimaþjónustu skulu þeir sem ekki hafa aðrar tekjur en ellilífeyri og tekjutryggingu samkvæmt almannatryggingalögum.
1)L. 74/2002, 30. gr.
[Skilgreining á tekjum o.fl.]1)
1)L. 166/2006, 17. gr.
[26. gr. [Til tekna skv. V. kafla laga þessara teljast tekjur skv. II. kafla laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, að teknu tilliti til ákvæða 28. gr. sömu laga um hvað ekki telst til tekna og frádráttarliða skv. 1., 3., 4. og 5. tölul. A-liðar 1. mgr. 30. gr. og 31. gr. sömu laga eða undantekninga og takmarkana samkvæmt öðrum sérlögum. Þó skal eftirfarandi gilda við ákvörðun tekjugrundvallar:
a. Tekjur skv. C-lið 7. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, skulu metnar að 50 hundraðshlutum við útreikning á vistunarframlagi skv. 21. gr., sbr. og 22. gr. þessara laga. Ef um hjón er að ræða skiptast tekjur skv. 1. málsl. til helminga milli hjóna við útreikning bótanna. Skiptir ekki máli hvort hjónanna er eigandi þeirra eigna sem mynda tekjurnar eða hvort um séreign eða hjúskapareign er að ræða.
b. Tekjur vistmanns af atvinnu skulu hafa áhrif við útreikning á fjárhæð vistunarframlags skv. 21., sbr. 22. gr. Vistmaður getur valið að hafa 300.000 kr. frítekjumark vegna atvinnutekna eða telja 60% af atvinnutekjum til tekna við útreikning vistunarframlags. Ef um hjón er að ræða skulu atvinnutekjur vistmannsins, sbr. 1. málsl., hafa 75% vægi og atvinnutekjur maka hafa 25% vægi.
c. Við útreikning á fjárhæð vistunarframlags skv. 21., sbr. 22. gr., skal ekki reikna með lífeyrisgreiðslum maka vistmanns úr skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóðum, séreignarlífeyrissparnaði og viðbótartryggingavernd, sbr. lög um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða.
d. Við útreikning á fjárhæð vistunarframlags skv. 21., sbr. 22. gr., skulu aðrar tekjur vistmannsins en tilgreindar eru í a–c-liðum þessarar málsgreinar hafa 75% vægi við ákvörðun tekjugrundvallar og aðrar tekjur maka hafa 25% vægi.
Þrátt fyrir 1. mgr. teljast ekki til tekna bætur frá lífeyristryggingum almannatrygginga samkvæmt lögum um almannatryggingar, bætur samkvæmt lögum um félagslega aðstoð, húsaleigubætur samkvæmt lögum um húsaleigubætur, fjárhagsaðstoð sveitarfélaga og bætur frá ríkjum sem Ísland hefur gert samninga við skv. [68. gr. laga nr. 100/2007, um almannatryggingar].1) [Þá teljast ekki til tekna atvinnutekjur 70 ára og eldri, hvorki að því er varðar dvalarkostnað þeirra sjálfra né maka þeirra.]2)
Tryggingastofnun ríkisins skal annast framkvæmd útreiknings á tekjum skv. 21. og 22. gr. og þessari grein og greiðir stofnunum vistunarframlag skv. 1. mgr. 21. gr.
Tekjumörk skv. 22. gr. breytast í samræmi við breytingar á tekjumörkum ellilífeyris skv. [17. gr. laga nr. 100/2007, um almannatryggingar].1)
Til grundvallar útreikningi á vistunarframlagi hvers mánaðar skal leggja 1/12 af áætluðum tekjum greiðsluársins. Greiðsluár er almanaksár. Áætlun um tekjuupplýsingar skal byggjast á nýjustu upplýsingum frá skattyfirvöldum, umsækjanda, vistmanni eða öðrum þeim aðilum sem getið er um í [52. gr. laga nr. 100/2007, um almannatryggingar].1) Ef um nýja umsókn um vistunarframlag er að ræða skulu tekjur áætlaðar á grundvelli upplýsinga frá framangreindum aðilum og réttur til vistunarframlags reiknaður út frá þeim tekjum vistmanns og eftir atvikum maka hans sem aflað er frá þeim tíma sem réttur stofnaðist.
Tryggingastofnun skal hafa eftirlit með því að áætlaðar tekjur séu í samræmi við upplýsingar sem stofnunin aflar úr staðgreiðsluskrá skattyfirvalda eða frá öðrum þeim aðilum sem getið er um í [52. gr. laga nr. 100/2007, um almannatryggingar].1)
Eftir að endanlegar upplýsingar um tekjur greiðsluársins liggja fyrir við álagningu skattyfirvalda á opinberum gjöldum skal Tryggingastofnun ríkisins endurreikna fjárhæð vistunarframlags á grundvelli tekna samkvæmt þessari grein. Við þann endurreikning er Tryggingastofnun heimilt að taka tillit til almennra breytinga á launum frá þeim tíma sem ætlaðar tekjur vistmanns tilheyra til þess tíma sem endanlegar tekjur varða.
Komi í ljós við endurreikning að vistunarframlag hafi verið vangreitt af Tryggingastofnun ríkisins skal Tryggingastofnun greiða stofnun það sem upp á vantar. Ef vistunarframlag hefur verið ofgreitt skal um endurheimtu fara skv. [1., 2. og 5. mgr. 55. gr. laga nr. 100/2007, um almannatryggingar].1) Stofnun skal leiðrétta greiðslur til vistmanns í framhaldi af endurreikningi Tryggingastofnunar.
Tryggingastofnun skal upplýsa umsækjanda eða vistmann um forsendur útreiknings og gefa kost á að koma að athugasemdum. Um upplýsingaskyldu varðandi tekjur fer skv. [52. gr. laga nr. 100/2007, um almannatryggingar].1)
Þegar nýr vistmaður kemur til dvalar á stofnun skv. 1. og 2. tölul. 1. mgr. 14. gr. skulu stjórnendur stofnunarinnar óska eftir því við Tryggingastofnun ríkisins að hún kanni hvort viðkomandi skuli taka þátt í greiðslu dvalarkostnaðar, sbr. 3. mgr. 21. gr. og 23. gr.
Heimilt er að setja reglugerð um nánari framkvæmd þessarar greinar.]3)]4)
1)L. 160/2007, 33. gr. 2)L. 105/2007, 2. gr. Vegna atvinnutekna á árinu 2007 skal Tryggingastofnun ríkisins dreifa tekjunum í samræmi við 5. mgr. 16. gr. laga um almannatryggingar, nr. 100/2007, og 5. mgr. 26. gr. laga um málefni aldraðra, nr. 125/1999. Þó getur ellilífeyrisþegi og vistmaður 70 ára eða eldri óskað eftir því við Tryggingastofnun að tekjum hans og/eða maka verði skipt niður í tímabil fyrir og eftir 1. júlí 2007 eða 70 ára aldur, eftir því hvort er síðar á árinu, sbr. brbákv. við l. 105/2007. 3)L. 166/2006, 17. gr. 4)L. 74/2002, 31. gr.

VI. kafli. Ýmis ákvæði.
[27. gr. Starfsmenn stofnana skv. 1. tölul. 14. gr. skulu gæta þagmælsku um heilsufar, ástand og aðrar persónulegar upplýsingar vistmanna. Þagnarskyldan helst þótt vistmaður andist og þótt starfsmaður láti af störfum. Um þagmælsku starfsmanna á stofnunum skv. 2. tölul. 14. gr. fer samkvæmt lögum um réttindi sjúklinga.]1)
1)L. 74/2002, 32. gr.
[28. gr.]1) Þær stofnanir fyrir aldraða, sem starfandi eru við gildistöku þessara laga, skulu í hvívetna háðar ákvæðum þeirra.
1)L. 74/2002, 32. gr.
[29. gr.]1) [Ráðherra setur með reglugerð2) nánari ákvæði um framkvæmd laga þessara.]3)
1)L. 74/2002, 32. gr. 2)Rg. 45/1990 (um dagvist aldraðra), sbr. 1104/2006. Rg. 939/2003 (um útreikning, endurreikning og uppgjör tekjutengdra bóta og vistunarframlags frá Tryggingastofnun ríkisins), sbr. 860/2004, 916/2005, 1063/2005, 917/2006 og 696/2007. Rg. 357/2005 (um heimild Tryggingastofnunar ríkisins til að framlengja bótagreiðslur þrátt fyrir dvöl á sjúkrahúsi eða stofnun fyrir aldraða). Rg. 1112/2006 (um stofnanaþjónustu fyrir aldraða), sbr. 1228/2007. 3)L. 160/2007, 34. gr.
[30. gr.]1) Lög þessi öðlast þegar gildi. …
1)L. 74/2002, 32. gr.

[Ákvæði til bráðabirgða.
I. Í 3. málsl. b-liðar og d-lið 1. mgr. 26. gr. laganna skulu hlutföllin 75% og 25% vera 65% og 35% á árinu 2007.]1)
1)L. 166/2006, 18. gr.
[II. Þrátt fyrir ákvæði c-liðar 1. mgr. 26. gr. laganna skulu lífeyrisgreiðslur vistmanns hafa 80% vægi og lífeyrisgreiðslur makans 20% vægi við útreikning á fjárhæð vistunarframlags á árinu 2007.]1)
1)L. 166/2006, 18. gr.
[III. Þrátt fyrir ákvæði 2. mgr. 9. gr. laganna skal fjármagni úr Framkvæmdasjóði aldraðra einnig varið til reksturs stofnanaþjónustu fyrir aldraða í sérstökum tilvikum á árinu 2007.]1)
1)L. 166/2006, 18. gr.
[IV. Vegna útreiknings á vistunarframlagi skv. 21. gr. laganna er hægt að óska eftir því hjá Tryggingastofnun ríkisins á tímabilinu 1. janúar 2007 til og með 31. desember 2008 að gerður verði samanburður á útreikningi elli- og örorkulífeyris og tekjutryggingar fyrir og eftir gildistöku þessara laga. Ef samanburðurinn leiðir til hærri bóta samkvæmt eldri lögum skal leiðrétta vistunarframlag vegna framangreinds tímabils.]1)
1)L. 166/2006, 18. gr.