Sléttuvegur 31 íbúð 206

Íbúðin verður sýnd miðvikudaginn 7, janúar frá kl. 13:30 – 14:00

Tilboðum skal skilað fyrir kl. 12,00 miðvikudaginn 14, janúar 2026


Tveggja herbergja íbúð á 2. hæð merkt 206 er til sölu. Íbúðin er 86,3 m2


  • Veggir og loft
    Reiknað með endurmálun en íbúð lítur ágætlega út.
  • Gluggar
  • Í lagi enda nýlegt hús; skoða þarf lokun á svefnherbergisglugga sem stendur á sér.
  • Gler
    Lítur vel út enda nýlegt
  • Gólfefni
    Eikarparket á öllum megingólfum, lítur vel út. Öryggisdúkur á baðgólfi. Dúkur á þvottahúsi.
  • Innihurðir
    Spónlagðar með beykispæni.
  • Eldhúsinnrétting
    Eikarilituð innrétting með hvítri steinplötu, skápar til lofts og gott vinnupláss. Flísar á milli skápa.
  • Eldavél
  • Hvítur bakarofn og breiður ísskápur með klakavél (fylgir) uppþvottavél fylgir.
  • Fataskápar
    Spónlagðir, eik, í forstofu og svefnherbergi.
  • Baðherbergi
    Stór eikarlituð innrétting, vaskur í steinplötu, flísar á veggjum, handklæðaofn, vegghengt salerni, vandaður sturtuklefi í horni.
  • Þvottahús
    Inn af eldhúsi, innrétting og skápar, dúkur á gólfi.
  • Svalir
    Svölum er lokað með vönduðum einingum úr áli og tvöföldu gleri frá Gler & Brautir ehf. Farið að sjá á gleri og römmum, þarfnast eðlilegs viðhalds. Flísar á gólfi.
  • Geymsla í kjallara
    Góð geymsla fylgir i kjallara, 7,4 fermetrar.
  • Bílastæði
    Bílastæði merkt 01-B11 í bílakjallara fylgir íbúðinni, vandaður bílakjallari.
  • Sameign inni:
  • Veggir og loft:Málað í góðu standi.
  • Gólfefni:Teppi á göngum en flísar á aðalanddyri

Framreiknað söluverð er kr. 58.900.000,-

  • Miðast við byggingarvísitölu f. desember. 2025, 1012,5 stig.
  • Kaupandi greiðir að auki 1% af kaupverði til Samtaka aldraðra.
  • Húsgjald er kr _________,- á mánuði.
  • Sameiginlegt þvottahús er á jarðhæð með þvottavél og þurrkara.
  • Tvær lyftur eru í húsinu.
  • Húsvörður er í húsinu.