20.01.2016 | Fréttir
Lög og reglugerðir á sviði málefna aldraðra.
Lög um eftirlaun til aldraðra, nr. 113/1994.
Lög um málefni aldraðra nr. 125/1999.
Reglugerð um daggjöld fyrir hjúkrunar-, dvalar- og dagvistarrými sem ekki eru á föstum fjárlögum árið 2011 nr. 35/2011. Reglugerð um Framkvæmdasjóð aldraðra nr. 1/2011.
Reglugerð um útreikning, endurreikning og uppgjör tekjutengdra bóta og vistunarframlags nr. 598/2009. Reglugerð um mat á þörf aldraðra fyrir dvalarrými nr. 543/2008.
Reglugerð um stofnanaþjónustu fyrir aldraða nr. 1112/2006, sbr. 1228/2007, 299/2008, 1195/2008, 634/2009 og 1079/2010. Reglugerð um greiðslur öldrunarstofnana fyrir heilbrigðisþjónustu nr. 422/1992.
Reglugerð um dagvist aldraðra nr. 45/1990, sbr. 1104/2006. Reglugerðir settar á grundvelli annarra laga en á sviði málefna aldraðra: Reglugerð um mat á heilsufari og aðbúnaði íbúa í hjúkrunarrýmum nr. 544/2008.
Lög um félagslega þjónustu sveitarfélaga frá nr 40. 27 mars 1991
10. kafli. Þjónusta sveitarfélaga við aldraða.
[38. gr.]1) Sveitarstjórn skal stuðla að því að aldraðir geti búið við eðlilegt heimilislíf í umgengni við aðra svo lengi sem verða má. Jafnframt verði tryggð nauðsynleg stofnanaþjónusta þegar hennar er þörf.
[Ákveði sveitarstjórn að fela sérstöku öldrunarmálaráði stjórn öldrunarmála, á grundvelli heimildar í lögum um málefni aldraðra, breytir það engu um þann rétt sem aldraðir eiga samkvæmt lögum þessum, þar á meðal hvað varðar málsmeðferð og málskot.]2)
1)L. 34/1997, 9. gr. 2)L. 31/1994, 2. gr. L
[39. gr.]1) [Félagsmálanefnd, eða öldrunarmálaráð, skal leitast við að tryggja framboð á hentugu húsnæði fyrir aldraða og jafnframt skipuleggja félagslega heimaþjónustu. Og frá áramótum 2009-2010 hjúkrunarþjónustu í Reykjavík.
1)L. 34/1997, 9. gr. 2)L. 31/1994, 2. gr.
[40. gr.]1) Sveitarstjórn skal sjá um að félagsþjónusta aldraðra sé fyrir hendi í sveitarfélaginu eftir þörfum. Hér er m.a. átt við heimaþjónustu, félagsráðgjöf og heimsendingu matar. Jafnframt skal tryggja öldruðum aðgang að félags- og tómstundastarfi við þeirra hæfi. Í því sambandi skal lögð sérstök áhersla á fræðslu og námskeiðahald um réttindi aldraðra og aðlögun að breyttum aðstæðum sem fylgja því að hætta þátttöku á vinnumarkaði.
1)L. 34/1997, 9. gr.
[41. gr.]1) Aldraðir eiga rétt á almennri þjónustu og aðstoð samkvæmt lögum þessum en að öðru leyti fer um málefni þeirra eftir sérlögum um málefni aldraðra.
1)L. 34/1997, 9. gr.