Verklagsreglur um söluferli

Þessar verklagsreglur lýsa söluferli samkvæmt 5. gr. og 12. gr. samþykkta Samtaka aldraðra bsvf (S.A. bsvf) frá 20. apríl 2022.

  • 1.Eigandi/umboðsmaður tilkynnir áform um sölu íbúðar skriflega og sannanlega til Samtaka aldraðra.
  • 2.Samtök aldraðra undirbúa kynningarefni um íbúðina í samráði við eiganda og fela matsmanni að meta íbúðina samkvæmt reglum Samtakanna um framreikning endursöluverðs íbúða. Söluverð íbúðar má aldrei vera hærra en upphaflegt kostnaðarverð hennar, að teknu tilliti til vísitölu byggingar­kostnaðar og með hliðsjón af viðskeytingu, lagfæringu og ástandi hennar.
  • 3.Eigandi/umboðsmaður yfirfer matið og lýsingu á íbúðinni og tilkynnir samþykki sitt til Samtaka aldraðra m. tölvupósti eða á annan sannanlegan hátt.
  • 4.Íbúðin er auglýst á vefsíðu Samtaka aldraðra og á skrifstofu þeirra og er tilboðsfrestur 14 dagar. Upplýsingar um íbúðina og teikning af henni liggja frammi á skrifstofunni.
  • 5.Innan 7 daga frá því að íbúðin er auglýst er efnt til sýningar á henni í opnu húsi.
  • 6.Stjórn Samtaka aldraðra fer ásamt eiganda yfir bindandi kauptilboð frá félagsmönnum og metur hvert þeirra er hagstæðast með hliðsjón af matsverði íbúðarinnar og lengd félagsaðildar.
  • 7.Ef fleiri en einn félagsmaður teljast gera hagstæðasta tilboð á sá þeirra sem lengst hefur verið í Samtökum aldraðra fyrsta kauprétt að íbúðinni.
  • 8.Gangi eigandi að þessu tilboði beita Samtök aldraðra að jafnaði ekki forkaupsrétti sínum og eigandi semur við löggiltan aðila (fasteignasala eða lögmann) um frágang sölunnar. Kaupandi greiðir 1% gjald af söluverði íbúðarinnar í rekstrarsjóð Samtaka aldraðra.
  • 9.Berist ekkert viðunandi tilboð er heimilt að setja eignina ísölu á almennum fasteignamarkaði. Þar gilda eftir sem áður allar kvaðir félagsins, þ.á.m. um lágmarksaldur, félagsaðild, reglur um matsverð, forkaupsrétt Samtaka aldraðra bsvf og 1% gjald af söluverði í rekstrarsjóð Samtakanna.

    Reykjavík 26. september 2022
    Stjórnin