Starfsárið 2007

Á aðalfundi Samtaka aldraðra sem haldinn var 23 apríl 2007 voru kosnir í stjórn Samtakanna til þriggja ára, Guðmundur Gunnarsson í varastjórn og Erling Garðar Jónasson í aðalstjórn.

Fyrir sátu í stjórn;
Ingólfur Antonsson formaður
Ingvar Georgsson gjaldkeri
Páll Jónsson ritari
Valur Sigurbergsson meðstjórnandi
Í varastjórn voru :
Jón Aðalsteinn Jónasson
Dóra Sif Wium.

Kosnir voru skoðunarmenn reikninga til 1.árs Hjördís Þórðardóttir og Jón Gunnarsson og skoðunarmenn endursöluíbúða Ingólfur Antonsson og Einar Þorbjörnsson.

Á starfsárinu 2007 voru haldnir 16.stjórnarfundir.
Á fyrsta stjórnarfundi var Erling Garðar Jónasson kosin varaformaður.
Samþykkt var á stjórnarfundi þann 21.júní 2007 að skipa nýja byggingarnefnd fyrir nýtt hús við Sléttuveg. í þá nefnd voru skipaðir, Guðmundur Gunnarsson, Jón Aðalsteinn Jónasson og Páll Jónsson. Varmenn eru þeir Valur Sigurbergsson og Erling Garðar Jónasson.

Í Samtökum aldraðra eru nú rúmlega 3200 félagar, 1800 greiðandi félagar, 80% af þeim eru á félagskorti hjóna.
Þann 31.mars 2007 voru afhentar samtals 70 íbúðir til eiganda sinna ásamt sameign í húsunum Sléttuvegur 19,21 og 23.
Ekki náðist samkomulag við Velferðasvið Reykjavíkurborgar um rekstur þjónustusels á neðstu hæð í húsinu.
Vegna mikillar eftirspurnar eftir íbúðum fór mikið af starfi stjórnar í leita lóða og lausna sem ykju gæti framboð, jafnframt var tímafrekt að festa endanlega niður nýja lóð fyrir félagið.
Komið hafði fram að viljayfirlýsing frá Reykjavíkurborg um rúmlega 6000 fermetra lóð að nr. 29-31 við Sléttuveg og nr. 2 við Skógarveg, áætlað var að þar væri hægt að koma fyrir 60 íbúðum. Endanleg staðfesting tafðist af ýmsum ástæðum, m.a. vegna ákveðna hugmynda sem settar voru fram af borgarfulltrúum í Velferðaráði, þeim hugmyndum er lýst síðar í þessari skýrslu. Borgarráð samþykkti afhendingu lóðarinnar á fundi sínum núna 10 apríl síðastliðin, með hefðbundnum skilmálum.
Fyrir það ber að þakka velvilja og skilnings formanns borgarráðs Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni, sem allt frá upphafi síns ferills í borgarstjórn hefur stutt starfsemi Samtaka aldraðra með ráðum og dáð.
Byggingarnefndin samdi við Guðfinnu Thordarson arkitekt um að hanna húsið og hefur hún nú þegar að mestu lokið við hönnun byggingarinnar og fengið samþykki skipulagsráðs og staðfestingu borgarráðs fyrir hönnun hennar. Minniháttar breytingar á deiliskipulagi þurfti til vegna hússins sem skapaði bæði arkitekt og byggingarnefnd töluverða vinnu en sá ferill er að fullu í höfn. Í húsinu verða 58 íbúðir.
Nefndin hélt að sér höndum með að hefja verkfræðilega hönnun þar til að lóðarstaðfesting lægi fyrir. Engu að síður hefur byggingarnefnd undirbúið alla framkvæmdarþætti og lagt sínar hugmyndir fyrir stjórn. Þá hefur Landsbanki skilað jákvæðri umsögn um að sjá um fjármögnun með sömu skilmálum og við húsið Sléttuvegur 19-23. Væntanlega geta framkvæmdir hafist síðsumars, þegar lagnavinna og gatnagerð er lokið á svæðinu. Deiliskipulag svæðisins hefur fengið sína heildarmynd samkvæmt skipulaginu.
Meðal annars er gert ráð fyrir að þjónustusel sem þjóna á öllum eldri borgurum á svæðinu, verði í nýju húsi sem Hrafnista mun byggja. Á svæðinu gætu orðið um 300 íbúðir fyrir aldraða þegar það er fullbyggt.
En áður en byggingarflokkurinn fyrir húsið Sléttuvegur 29-31 verður auglýstur mun væntanlega öllum félögum Samtaka aldraðra send fyrirspurn um áhuga þeirra á þátttöku.

Á fundi stjórnar þann 30 júlí fór Ingólfur Antonsson formaður fram á að Erling Garðar Jónasson tæki við formennsku Samtakana þar sem hann ætti erfitt með að sinna formanns starfinu vegna anna, það var samþykkt. Ingólfur tók við vara formanns starfinu af Erling.
Stjórn samtakana hefur sífellt uppi ákveðna heilaspuna og umræðu hvar í borginni megi vænta staðsetningu á næstu byggingaráföngum. Niðurstaðan er, að þá þegar verðum við að dýpka mjög samræður við borgaryfirvöld hvar mögulegt og hentugt sé að staðsetja sérhæfðar byggingar fyrir eldri borgara í næstu framtíð. Þetta er vandasamt verk, því staðsetning hlýtur að taka verlegt mið af þeirri þjónustugetu sem næsta nágreni slíkra bygginga getur veitt og að umhverfið allt uppfylli ýtrustu kröfur um aðgengi og útivist.
Formaður borgarráðs hefur í nefnt við formann, suður hlíðar Úlfarsfells, þar sem mögulegt er að skipuleggja kjarnabyggð eldri borgara líkt og er við Sléttuveg. Ljóst er að 500-600 félagar bíða tækifærist til þátttöku í byggingarframkvæmdum sem Samtök aldraðra standa fyrir eða kaupum á endursöluíbúð. Væntanleg Sléttuvegar framkvæmd er því aðeins 10% áfangi. Framkvæmdirnar hingað til hafa skilað þeim árangri að eftirspurnin er mikill, en líklega einnig vegna þeirra framkvæmdar skilyrða og kvaða sem um getur í samþykktum Samtaka aldraðra. Hafi fyrri stjórnendur Samtakana og þeir núverandi sem það eiga mikla þökk fyrir hvortveggja.
Stjórnin hefur á grundvelli ábendingar frá Reykjavíkurborg og þess sem áður greinir, sent umsóknir til borgarinnar fyrir 3.lóðum, en þær eru við Bústaðarveg (gamla Fákssvæðið), út í Skerjafirði, á lóð sem Skeljungur hafði áður og á Selás-svæði sem er á svæði 110 en þar er hugsuð kjarnabyggð fyrir aldraða.
Umsóknin hefur verið lögð fyrir borgarráð, en engin svör hafa borist.
Töluverður fjöldi Hafnfirðinga og Álftnesinga eru félagar í Samtökum aldraðra og var þeim send fyrirspurn um hvort þeir hefðu áhuga á að Samtökin byggðu á Hafnarfjarðarsvæðinu. Könnunin leiddi í ljós mikinn áhuga fyrir slíku. Formaður átti fund með bæjarstjóra um lóðamál og í framhaldi var send inn lóðaumsókn. Formaður og Jón Aðalsteinn héldu kynningarfund um Samtök aldraðra með félaginu 60+ í Hafnarfirði, þar sem einnig mættu forystu fólk Öldungaráðs Hafnarfjarðarbæjar, Félags eldri borgara og bæjarfulltrúi. Í framhaldi hefur Öldungaráðið heimsótt og skoðað húsið að Sléttuvegi 19-23.
Vinna er í gangi við að skoða hvort hægt er að afhenda Samtökunum ákveðna lóð á Hafnarfjarðar svæðinu. Skilyrði samtaka aldraða, er þar eins og annarsstaðar, hentugt umhverfi lóðar, aðgengi og nálægð við nauðsynlega þjónustu.
Þá hefur Jón Aðalsteinn og formaður átt kynningar fund með bæjarstjóra Seltjarnarneskaupstaðar að frumkvæði Seltjarnarnesinga, þar var m.a. rætt um lóðamál.

Keypt var nýtt húsnæði fyrir skrifstofu félagins, en áður hafði húsnæðið okkar í Hafnarstræti 20 verið selt til Landsbanka Íslands hf eins fram kom á síðasta aðalfundi. Nýja húsnæðið er að Síðumúla 29, götuhæð og er 105 fermetrar að stærð. Áður en flutt var inn um síðustu áramót voru gerðar ýmsar endurbætur á húsnæðinu undir stjórn formans og varaformans. Landsbanki Íslands gaf Samtökum aldraðra öll skrifstofuhúsgögnin sem með þurfti til skrifstofuhalds við þessar nýju aðstæður. Stjórn LÍ var sent þakkarkort fyrir höfðinglega gjöf.
Miklar annir hafa verið á skrifstofu félagsins enda hefur félagsmönnum fjölgað mikið og eru eins og áður er getið á fjórða þúsund.

17. endursöluíbúðir skiptu um eigendur á starfsárinu er það um 5% af heildar fjöldanum. Frá áramótum hafa verið seldar 11 íbúðir. Endurmetnar og framreiknaðar íbúðir voru 13 á starfsárinu og 11 frá áramótum.

Því miður þarf stjórn Samtaka aldraðra og þá sérstaklega skrifstofustýra, en að glíma við erfingja vegna endursölu margra íbúða. Þótt hér sé um minnihluta íbúða að ræða eru þetta erfið mál sem mikill tími fer í að reyna að ná sáttum í. Skriflegar inntökubeiðnir og upplýsingar um þær kvaðir sem á íbúðunum liggja, virðist í allt of mörgum tilfellum ekki vera virtar. Þá liggur mikill vinna við að tala við erfingja jafnt sem fasteignasala um þær kvaðir sem á íbúðunum hvíla. Það er skýrt í samþykktum félagsins að Samtök aldraðra á alltaf forkaupsrétt á þeim eignum sem byggðar hafa verið fyrir tilstuðlan Samtakanna og 12.gr. samþykkta okkar er skýr um útreikninga íbúða verðs. Það mikið í húfi að þessar kvaðir séu virtar. Því það meðal annars er einn megin tilgangur félagsins að félagsmenn geti keypt og / eða byggt íbúðir sem gott er að eiga á ævikvöld á kostnaðarverði. Þess vegna verður að gera allt sem tryggir þennan rétt félagsmanna. Þetta verkefni er kostnaðarsamt fyrir Samtökin því m.a. er á stundum um lögfræðileg álitamál að ræða. Jafnframt verður að hafa í huga það skilyrði frá Reykjavíkurborg að þessar reglur séu í heiðri hafðar til að samtökin fái lóðir án annarra gjalda en gatnagerðar og byggingarleyfis gjalda.

Húsfélög hafa á liðnum árum og þá einnig nýlega leitað eftir aðstoð Samtakana vegna ýmissa mála þar á meðal um fundarstjórn og fundarritun aðalfunda svo og ýmis álita mál í rekstri húsanna.
Stjórn Samtaka aldraðra lítur svo á að Samtökin ber skilda til að aðstoða félagsmenn eins og unnt er í öllum félagslegum verkefnum, en tekur skýrt fram að öll afskipti Samtakanna, stjórnar eða starfsmanna er sinnt af fyllsta hlutleysi. Rétt er einnig að benda á að flest slík verkefni geta ekki verið útfærð af starfsmanni Samtakana vegna anna við hefðbundin ofan skráð verkefni og rekstur Samtakana.

Þann 13 febrúar s.l. samþykkti stjórn að hækka félagsgjöldin um 1000 kr. á ári í kr. 3.900 með fyrirvara um staðfestingu aðalfundar.
Gjaldkeri lagði tillöguna fram og fór yfir þörfina á hækkuninni, sem er vegna almennra kostnaðar hækkana er hafa leitt til aukins reksturskostnaðar Samtakana. Rekstrarkostnaður er áætlaður rúmar 9.0 -mkr. á þessu ári. Félagsgjöldin hafa ekki hækkað í mörg ár.

Samstarfsnefnd um málefni aldraðra var stofnuð í júlí 2006 að frumkvæði Velferðasviðs
Reykjavíkurborgar en í nefndinni sitja fulltrúi frá Félagi eldri borgara, Samtökum aldraðra og borgarfulltrúar sem eru jafnframt í stjórn Velferðasviðs, ásamt með forstöðukonu Velferðasviðs sem er ritari nefndarinnar, Jón Aðalsteinn Jónasson er fulltrúi okkar í samstarfsnefndinni. Formaður hefur einnig setið nokkra fundi hjá nefndinni og Velferðasviði.

Stjórn Samtakana er þakklát Velferðasviði fyrir þessa nauðsynlegu skipan mála, en telur að þessi vinna skili þá fyrst verulegum árangri fyrir eldri borgara í Reykjavík, ef verklag um framsetningu mála og afgreiðslu þeirra frá nefndinni sé skilgreint í þaula. Svona nefndum hættir mjög til að vera vinaleg samverustund yfir góðum kaffisopa þar sem samræður eru um dægurmál. Samstarfsnefndin getur að mati stjórnar Samtaka aldraðra orðið að verulegu gagni fyrir hagsmuni aldraða jafnt og fyrir hagsmuni Reykjavíkurborgar, borgarfulltrúa og embættismanna ef verklag umræðu og tillögugerðar verði við það miðuð að þátttaka eldri borgara er til ráðgjafar og þá samráðs, en kjörnir fulltrúar hafa ákvörðunarvaldið. Borgarfulltrúar eiga þá fyrst að skila máli áfram til endalegrar gerðar þegar ráðgjöf aldraðra hefur verið metin í störfum nefndarinnar. Sérstaklega eru Samtök aldraðra ánægð með hafa með þessari skipan mála beinan aðgang að borgarfulltrúum sem starfa að málefnum aldraðra, og fá á þessum vettvangi fyrr upplýsingar um okkar málefni sem á dagskrá eru. Samstarfið við Velferðasviðið hefur leitt af sér þátttöku í umræðu um ýmis velferða mál sem Velferðasvið er að vinna að fyrir okkur eldri borgara. En of langt mál yrði að rekja þau mál að sinni. Eitt mál er þó einkar ánægjulegt að geta um sem er í gerð hjá Velferðarsviði en það er skilgreining á þjónustu við íbúa í sérhæfðu húsnæði aldraðra og þjónustumagn við greiningu í fjóra búsetuflokka, allt frá þeim íbúðum sem Samtök aldraða byggja til hjúkrunaríbúða. Ásamt bættu upplýsinga flæði til eldri borgara um hvar þeir geti fundið þá þjónustu sem þeir þurfa á að halda frá borginni. Allar eiga upplýsingarnar að vera skilvirkar og skiljanlegar .
Þarna er reynt að skilgreina og samræma reglur varðandi alla þá þjónustu sem veitt er eldri borgurum í heimahúsum, sem ætti, ef vel er að verki staðið, að gera þeim kleift að búa sjálfstæðri búsetu á eigin forsendum við aukið öryggi.

Þær hugmyndir komu upp hjá borgarfulltrúum Velferðasviðs að skilda Samtök aldraðra vegna lóðaúthlutunar, til að selja allt að tíund (10%) íbúða til Félagsbústaða fyrir aldraða sem búa í félagslega íbúðarkerfinu. Samtök aldraðra gat ekki fallist á slíkt, þótt viss samúð sé með þeirri blöndunar stefnu sem borgin vil við hafa í öflun húsnæðis fyrir Félagslega kerfið. Samþykktir Samtaka aldraðra sem staðfestar eru Félagmálaráðuneytinu rúma ekki slíka ráðstöfun. Umræða um þetta mál tafði m.a. afgreiðslu lóðarinnar. Fyrir lausn málsins ber að þakka velvilja og skilnings formanns borgarráðs sem og öðrum borgarfulltrúum sem stutt hafa okkar málstað.

Margt annað hefur áunnist á liðnu starfsári en hér er um getið og margt annað er í
hugum stjórnarmanna sem gera þarf á þessu starfsári.
Góðir félagar.
Verið ávalt velkomin í húsnæði Samtakana í Síðumúla 29, ef ykkur skortir upplýsingar eða aðstoð með eitthvað það sem Samtök aldraðra geta aðstoðað með.

Afgreiðslan góða
10.04.2008 Borgaráð
13. Lagt fram bréf skrifstofustjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 9. þ.m., þar sem lagt er til að Samtökum aldraðra verði úthlutað byggingarrétti fyrir íbúðir aldraðra á lóðunum nr. 29-31 við Sléttuveg og nr. 2 við Skógarveg, með nánar tilgreindum skilmálum. R08040033
Samþykkt.

F.h. stjórnar Samtaka aldraðra.
Erling Garðar Jónasson formaður.
Athugasemdir og spurningar mínar.