22.09.2017 | Fréttir

Stakkahlíð nýbygging

20. sept. 2017

Deiluskipulagsferlinu vegna Stakkahlíð/Bólstaðarhlíð er lokið. Gerð lóðarsamnings er í vinnslu, verður væntanlega lokið fyrir mánaðarmót sept./okt.

Borgin vinnur að hönnun götunnar og heimæðalagna.

Vinna arkitekts við hönnun húsanna er komin í gang. Reiknað er með að teikningar til kynningar liggi fyrir í byrjun desember. Vinna við burðarþol og lagnir fer í gang þegar arkitekt er búin að móta húsið.

Á lóðinni verða þrjú hús með 18-20 íbúðum hvert, 2ja og 3ja herbergja. Á milli þeirra verður bílageymsla neðanjarðar fyrir um 60 bíla.

Stefnt er að því að ljúka hönnunarvinnu í febrúar/mars 2018 og í framhaldi verði leitað samninga við verktaka þannig að framkvæmdir geti hafist að vori.

Þegar arkitektateikningar liggja fyrir verður boðað til kynningafundar með félögum og valfundur þegar öll gögn liggja fyrir.