15.11.2018 | Fréttir

Fréttatilkynning

Í tilefni af 3 dómum héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðnir voru upp þann 9. nóv. s.l. vilja

Samtök aldraðra byggingasamvinnufélag koma eftirfarandi á framfæri:


1. Héraðsdómar þessir hafa engin áhrif á starfsemi Samtaka aldraðra

byggingasamvinnufélag. Dómarnir staðfesta að það megi banna sölu á íbúðum til

annara en félagsmanna. Engin getur keypt íbúð nema hafa sótt um inngöngu í

félagið og vera samþykktur sem félagsmaður. Þinglýstar kvaðir félagsins standa því

áfram á öllum eignum í samræmi við samþykktir félagsins.


2. Hvað varðar 1% gjald til félagsins tók héraðsdómur aðeins afstöðu til hagsmuna

seljanda. Dómsniðurstaðan er röng að þessu leyti. Þess ber að geta að það er ætið

kaupandi , sem greiðir 1% gjald til Samtaka aldraðra bsvf vð hver kaup en ekki

seljandi. Þannig skiptir þessi dómsniðurstaða engu máli varðandi umrædda greiðslu

kaupanda til félagsins.


3. Samtök aldraðra bsvf hafa ákveðið að áfrýja umræddum dómum til Landsréttar.


Reykjavík 15. nóvember 2018


f.h. Samtaka aldraðra bsvf

Magnús Björn Brynjólfsson formaður.