16.11.2017 | Fréttir

Dómur Hæstaréttar Íslands nr. 20/2017

TILKYNNING FRÁ

SAMTÖKUM ALDRAÐRA BYGGINGARSAMVINNUFÉLAGI

Stjórn Samtaka aldraðra byggingarsamvinnufélags hefur þá ánægju að upplýsa félagsmenn sína og íbúðaeigendur, sem eiga íbúðir á vegum samtakanna, um nýjan dóm Hæstaréttar Íslands. Það eru vissulega gleðitíðindi að þetta félagsform, sem byggir á því að byggja og selja íbúðir á kostnaðarverði fyrir félagsmenn sína, hefur verið staðfest tryggilega með nýjum dómi Hæstaréttar Íslands nr. 20/2017.

Af því tilefni af telja Samtök aldraðra bsvf rétt að upplýsa sína félagsmenn og eigendur íbúða á vegum félagsins að félagsmönnum er skylt að fara að samþykktum félagsins. Dómur Hæstaréttar Íslands hefur mikið fordæmisgildi, þar sem hann var kveðinn upp samhljóða af 5 dómurum Hæstaréttar þann 9. nóv. s.l.

Með þessum dómi Hæstaréttar er því slegið föstu að enginn geti selt íbúðir á vegum félagsins nema að kaupandi sé skráður og samþykktur félagsmaður í Samtökunum aldraðra og uppfylli ákveðin aldurstakmörk. Með dómi Hæstaréttar er einnig fallist á það fyrirkomulag félagsins að því sé heimilt að setja þá skilmála í kauptilboð, kaupsamninga og afsöl að seljandi og kaupandi séu ætíð bundnir af skilmálum 12. gr. samþykkta félagsins um verðmat félagsins, sem byggir aðallega á vísitölu byggingarkostnaðar, ástandi og viðskeytingu eignar hverju sinni.

https://www.haestirettur.is/default.aspx?pageid=34...

Reykjavík 14. nóvember 2017.

Virðingarfyllst,

Magnús Björn Brynjólfsson, formaður.