14.03.2016 | Fréttir

60 nýjar íbúðir fyrir eldri borgara á Kennaraskólareitnum.

60 nýjar íbúðir fyrir eldri borgara á Kennaraskólareitnum.

Tillaga að breyttu skipulagi á hluta af landi sem tilheyrði Kennaraháskóla Íslands sem ríkið hefur afhent Reykjavíkurborg er komið í kynningarferli.

Fyrsti kynningarfundurinn var haldin 9. mars s.l. með íbúum sem búa í nágrenni við reitinn. Reiknað er með að halda annan fund fljótlega með íbúum í Bólstaðarhlíð 41-45.

Gert er ráð fyrir að kynningarferlið taki um 3 mánuði. Gæti lokið í júní.

Landinu er skipt í fjóra reiti, A-B-C-D. Á reit A og B er gert ráð fyrir 100 litlum íbúðum fyrir námsmenn.

Á reit C er gert ráð fyrir 60 íbúðum fyrir eldri borgara. Reitnum er skipt niður í sex svæði sem skiptist þannig: C1 15-18 íbúðir, C2 17-21 íbúð, C3 24-27 íbúðir, C4-C5 glerskálar/garðskýli fyrir ræktun og garðáhöld og C6 bílageymsla neðanjarðar fyrir allt að 60 bíla eða sem svarar eitt stæði á íbúð. Jarðvegur yfir bílageymslu skal vera nægjanlega þykkur fyrir lágróður.

Á reit C er gert ráð fyrir 24 bílastæðum utandyra. Innkeyrsla inn í bílgeymsluna verður frá Stakkahlíð.

Gert ráð fyrir 2ja og 3ja herbergja íbúðum. Húsin eru 3-5 hæðir auk kjallara.

Á reit D er gert ráð fyrir menntastofnun/samfélagsþjónustu.

Það er þolinmæðisverk að finna lóð fyrir vestan Elliðaráa í Reykjavík.

Síðast var sótt um lóð fyrir 22 íbúðir við Skógarveg 16, lóð sem var ætluð eldri borgurum. Málinu var vísað til embættismanna og sofnaði þar. Í dag er okkur sagt að Búseti fái lóðina.

Í dag fögnum við því að í sjónmáli er lóð fyrir allt að 60 íbúðir á Kennaraskólareitnum, Stakkahlíð/Bólstaðarhlíð. Þetta ferli er búið að taka um 6 ár.

Samtökin hafa ekki fengið úthlutað lóð síðan 2007 þrátt fyrir ítrekaðar óskir. Árið 2010 fór fyrrum formaður, Erling Garðar á fund Velferðarsviðs til að fá borgaryfirvöld í lið með samtökunum til að fá menntamálaráðuneytið til að afsala hluta lóðar Kennaraháskólans. Jákvæð viðbrögð komu frá borginni. Borgin fór í viðræður við ráðuneytið og fékk jákvæð viðbrögð. Í framhaldi var fengin arkitekt til að koma með tillögur að skipulagi á reitum eldri borgara og námsmanna. Haldnir voru margir fundir með starfsmanni borgarinnar og arkitekt. Þegar komin var ásættanleg tillaga ákvað Umhverfis og skipulagsráð að efna til samkeppni milli þriggja arkitektastofa. Áður en samkeppnin fór af stað var ekki haft samráð við samtökin. Tillaga frá A2F arkitektum var hlutskörpust að dómi skipulagsins. Tillagan gerði ráð fyrir um 16 2ja til 3ja hæða sambyggðum húsum með risíbúðum. Verlaunatillagan gat ekki á nokkurn hátt uppfyllt þarfi eldriborgara. A2F var falið að koma með nýja tillögu sem kæmi til móts við þarfir eldri borgara og námsmanna. Í jan. s.l. kom loks ný tillaga sem sem uppfyllir að mestu óskir okkar og það er sú tillaga sem er í kynningu..

KHÍ uppdráttur

KHÍ uppdráttur